Fréttir

Stigunum skipt á Akureyri

Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri.  Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik.  Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn.  Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13.  Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan.  Á 45.

Eva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.

U-liðið sótti tvö stig í Dalhús

Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi.  Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann.  Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11.  Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla.  Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn.  Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19.

Stjörnusigur í Hleðsluhöllinni

Selfyssingar unnu eins marks sigur á Stjörnunni í gær í háspennuleik í Hleðsluhöllinni, 29-28. Þar með er liðið komið upp í 3.

Slæm byrjun varð stelpunum að falli í Grafarvogi

Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni/Fylki í Grafarvogi í Grill 66 deildinni í dag, 20-17.Segja má að mjög slæm byrjun hafi verið banabiti Selfyssinga í þessum leik í Dalhúsum.  Eftir um fimmtán mínúntur voru gestgjafarnir komnir með 7 marka forystu, 9-2.  Selfyssingar gerðu smá áhlaup og minnkuðu muninn aðeins, en heimastúlkur náðu að forystunni fljótt aftur og staðan í hálfleik 13-5.  Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik.  Selfyssingar náðu að þétta vörnina, en fóru á köflum illa með boltan þegar sótt var hratt.  Þegar um tólf mínútur voru eftir komu Fjölnir/Fylkir muninum aftur í 8 mörk 20-12.  Það reyndist síðasta mark þeirra í leiknum, en munurinn reyndist Selfyssingum óyfirstíganlegur á endanum.  Lokatölur 20-17.  Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2/2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12 (37%), Lena Ósk Jónsdóttir 1 (100%).Næsti leikur er gegn Víkingum eftir viku í Hleðsluhöllinni!Mynd: Elín Krista var markahæst í dag með fjögur mörk. Sunnlenska.is / GK

Sterkur sigur í Suðurlandsslagnum

Selfoss vann frábæran sigur á ÍBV í spennuleik í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið, 27-25.Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að leiða og fór munurinn aldrei yfir tvö mörk, jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, 13-13.

Tap gegn sterkum Frömurum

Stúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Fram U í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Ljóst var strax frá byrjun að topplið Framara hugðist ekki ætla að taka neina fanga.  Þær byrjuðu leikinn í maður á mann vörn og tókst að slá Selfyssinga út af laginu.  Með þessu náðu þær fimm marka forystu, 1-6 eftir aðeins tíu mínútur.  Örn, þjálfari Selfoss, tók leikhlé þar sem honum tókst að berja baráttuandann í liðið.  Selfyssingar náðu góðri viðspyrnu og voru búnar að jafna leikinn, 7-7, átta mínútum síðar.  Meira jafnvægi var í leiknum fram að hálfleik þar sem Fram leiddi með þrem mörkum, 9-12.  Framarar byrjuðu síðari hálfleik af meiri ákveðni og juku forystu sína hægt en örugglega þar til á lokamínútunum.  Lokatölur 19-29.Mörk Selfoss:  Elín Krista Sigurðardóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 4/3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Ivana Raičković 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12/1 (29%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis á sunnudaginn næstkomandi, í Dalhúsum kl.

Tryggvi Þórisson framlengir

Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.

Sex marka tap gegn Gróttu

Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar.  Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum.  Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks.  Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil.  Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð.  Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk. Umf.

Slakur seinni hálfleikur varð stelpunum að falli

Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu.