Fréttir

Svavar Vignisson nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Eyjamaðurinn Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV.

Glæsilegt mót á Selfossi

Íslandsmót í 5. flokki kvenna fór fram á Selfossi um seinustu helgi. Þar var margt um manninn og mikið um góð tilþrif. Deildar- og Íslandsmeistarar voru krýndir eftir flottan vetur hjá stelpunum.---Á laugardagskvöldinu var síðan blásið til stjörnuleiks, þar sem landsliðið mætti pressuliðinu, sem hafði sigur úr býtum. Ljósmynd: Umf.

Íslandsmeistarar í 6. flokki

Stelpurnar á yngra ári í 6. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með því að vinna alla sína leiki á lokamóti tímabilsins sem fram fór á Akureyri fyrstu helgina í júní.

Tímabilinu lokið eftir spennuþrungna leiki gegn Stjörnunni

Selfoss féll úr leik á Íslandsmótinu í handknattleik með minnsta mun eftir spennuþrungna viðureign gegn lærisveinum Patreks Jóhannessonar í Stjörnunni á föstudag.

Sigur í fyrri leiknum í Garðabæ

Selfyssingar héldu upp á 85 ára afmæli Ungmennafélagsins með því að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.  Þetta var fyrri leikur af tveim gegn Stjörnunni og endaði með tveggja marka sigri Selfyssinga, 24-26.Ljóst var frá fyrstu mínútu að hart yrði barist í þessum leik, tvö lið tilbúin í úrslitakeppni.  Góðar varnir og lítið skorað í upphafi.  Jafnt var á flestum tölum þar til nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar tóku leikinn til sín og komust þrem mörkum yfir áður en Stjarnan minnkar muninn fyrir hálfleik í tvö mörk, 10-12.  Meiri hraði var í upphafi síðari hálfleiks og héldu Selfyssingar frumkvæðinu í leiknum og komu muninum í þrjú til fögur mörk.  Stjörnumenn tóku áhlaup og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar þrjár mínútur áttu eftir af leiknum.  Selfyssingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í kvöld og lönduðu sigri, 24-26.Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Hergeir Grímsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Ragnar Jóhannsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1 og Gunnar Flosi Grétarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (38%).Seinni leikurinn verður spilaður í Hleðsluhöllinni á föstudaginn kl 18.00 og er samanlögð markatala úr leikjunum tveimur sem ráða úrslitum.

Sigur í síðasta deildarleiknum

Selfyssingar enduðu í 4. sæti Olísdeildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í gær í síðasta leik sínum í deildinni á þessu tímabili.Leikurinn gegn Gróttu var í járnum framan af.  Selfyssingar náðu yfirhöndinni um miðbik fyrri hálfleiks en Grótta gerði gott áhlaup á lokamínútunum og staðan 13-13 í hálfleik.  Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik, þar sem þeir spiluðu fína vörn og áttu góðar sóknir.

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Tap gegn Haukum

Selfoss tapaði gegn Haukum í Olísdeild karla í gærkvöldi, 24-35.Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 0-3, það gekk treglega í sóknarleiks Selfoss og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 9.

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir 32-24 tap gegn Haukum á útivelli í 32-liða úrslitum keppninnar.Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Haukarnir sterkari í seinni hálfleiknum gegn lánlausum Selfyssingum en okkar strákar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik.Mörk Selfoss: Atli Ævar 5, Einar 5/2, Ragnar 4, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Hergeir 2, Nökkvi Dan, Ísak, Guðjón Baldur Ómarsson, Tryggvi og Alexander Már 1 mark hver.Varin skot: Alexander 7 skot og Vilius 4 skot.

Efnilegur árgangur 2009

Strákarnir í 6. flokki (fæddir 2009) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1. deildina í sínum aldursflokki um síðastliðna helgi.Þeir eru þ.a.l.